Um okkur

Markaðsleiðandi vörurnar okkar eru notaðar til að geyma alls kyns vetrarfóður, þar á meðal gras, maís, sykurrófuhrat, smára, refasmára og belgaldin við margs konar loftslagsskilyrði um allan heim. Við leitumst eftir því að fá viðbrögð frá bændum og verktökum í landbúnaði til þess að geta bætt vöruflóruna okkar, auk þess sem við önnumst prófanir og rannsóknir í votheysverkun í samvinnu við helstu rannsóknarstofnanir. Í vöruvali hágæða Silotite filma eru:

Silotite - mjög sterk, teygjanleg hágæðafilma sem þolir hraðvirkar vafningsvélar og grófa, stilkmikla fóðuruppskeru.

SilotitePro - næsta kynslóð teygjanlegrar filmu sem hönnuð er fyrir samsettar vafningsvélar fyrir kringlóttar rúllur. Vafningin verður skilvirkari og er umhverfisvænni.

Baletite - nýstárleg vara sem kemur í stað netarúlla. Hún er búin til úr pólýþeni og gefur betri lofteinangrun, auk þess að spara tíma og launakostnað á endurvinnslustigi.

Þessar hágæðavörur auka afköst og arðsemi, auk þess sem notendaþjónusta og tæknideild okkar veita viðskiptavinum fyrsta flokks stuðning.