Endurvinnsla á landbúnaðarfilmum

Umhverfisvænni súrheysfilmur

Hágæðasúrheysfilmur á borð við Silotite-filmurnar gera bændum kleift að verka vothey á hagkvæman og skilvirkan hátt og framleiða þannig hágæðavetrarfóður. Þegar súrheysfilmurnar hafa unnið sitt verk er mikilvægt að endurvinna þær. Það er hægt að nýta notaða landbúnaðarfilmu á margvíslegan hátt, til dæmis í landslagsvörur, girðingarefni, ruslapoka og fleira. Hins vegar trúum við því að hægt sé að draga úr umhverfisáhrifum fyrir endurvinnslustigið með því að draga úr þykkt rúlluplastsins með niðurmælingu í framleiðsluferlinu.

Minni filmuþykkt

Þökk sé þróuðum fjölliðum og nýjustu tækni í filmuútpressun er hægt að niðurmæla teygjanlegar súrheysfilmur til að framleiða öfluga teygjufilmu sem hefur allan styrk og virkni hefðbundins hágæða rúlluplasts en er töluvert þynnri.

SilotitePro® er slík filma. Með SilotitePro® getur þú lágmarkað umhverfisáhrifin af heyrúllunum þínum. Þar sem hún er þynnri getur þú vafið rúllur með umtalsvert minna magni af filmu. Það leiðir af sér minni filmusóun þegar rúllurnar eru opnaðar. Auk þess er þessi minni sóun 100% endurvinnanleg.

Endurvinnsla

Við höfum í mörg ár verið virk í endurvinnslu á filmum í Bretlandi, Írlandi, Belgíu, Frakklandi og Hollandi og höfum unnið náið með landbúnaðarstofnunum á hverjum stað hvað þetta varðar.

Hvað er hægt að gera við notaða súrheysfilmu eftir notkun?

Ekki ætti að láta notaða súrheysfilmu fara til spillis þar sem hægt er að endurvinna hana í framleiðslu á vatnsvarnarfilmum, útihúsgögnum og ruslapokum ásamt öðru. Í flestum löndum hafa verið gerðar ráðstafanir til að endurvinna landbúnaðarfilmur og það er mikilvægt (og hagkvæmara) að ganga þannig frá filmum að viðurkennd sorphirðufyrirtæki geti safnað þeim saman. Mikilvægt er að hafa þessar fimm eftirfarandi ráðleggingar fyrir endurvinnslu á súrheysfilmu í huga:

  • Pólýþen til söfnunar skal vera hreint, þurrt og laust við mengunarefni til að draga úr flutnings- og vinnslukostnaði. Tryggið að pólýþenpakkar innihaldi ekki hjólbarða, málmhluti, steina eða timbur. Allir þessir hlutir hafa mikil áhrif á endurvinnsluvélbúnað.
  • Gætið að því hvernig þið geymið notaðar súrheysfilmur – geymslurýmið ætti að vera með auðveldu aðgengi fyrir sorphirðubíla.
  • Munið að flokka landbúnaðarúrganginn niður í rúlluplast, rúllunet, rúllugarn, áburðarpoka og plastílát þannig að þetta blandist ekki saman.
  • Tryggið að allt sé tilbúið til hirðingar, annaðhvort þannig að sorp sé vafið/bundið saman eða pakkað í hæfilegt ílát, eins og stóran poka úr pólýþeni.
  • Tryggið að notast sé við viðurkennt sorphirðufyrirtæki sem fargar rúlluvafningi rétt. Munið að í flestum löndum er ólöglegt að brenna eða grafa pólýþen.