Gæði

Gæði eru grundvöllur allra framleiðsluaðferða okkar. Hvort sem talað er um heyrúllufilmur okkar eða filmur sem koma í stað netrúlla höfum við byggt orðspor okkar á því að bjóða upp á hágæða súrheysfilmur sem alltaf er hægt að treysta á.

Til að tryggja að vörur okkar berist þér án efnis- eða framleiðslugalla eru gerðar ítarlegar og reglulegar innri úttektir á öllum framleiðsluþáttum þar sem leiðbeiningar og ferli eru endurskoðuð, og breytt ef þess þarf, til að tryggja stöðug gæði.

Gæðastjórnunarteymi okkar starfar með hverri deild við útfærslu á ströngum stöðlum ISO 9001 gæðakerfisins sem notað er í öllu fyrirtækinu. Allir starfsmenn taka þátt í ferlinu, sem tryggir að gæðakerfið sé sívirkt.

Ennfremur er allt hráefni og framleiðslulotur skoðaðar ítarlega á rannsóknarstofu okkar fyrir notkun. Einnig framkvæmum við reglulegar filmugreiningar til að ganga úr skugga um að samsetning á lokaafurðinni uppfylli yfirlýstar kröfur gæðakerfis okkar.

Gæðastjórnunardeild okkar leggur ekki einungis áherslu á innri framleiðsluaðferðir heldur framkvæmir hún einnig reglulegar prófanir á býlum og rannsakar virkni filmunnar á vettvangi. Þessar ítarlegu vettvangsprófanir gera okkur kleift að tryggja að Silotite-vörurnar haldi áfram að þróast og hæfi áfram notkun með öllum nýlegum vafningsvélum í góðu ásigkomulagi.