Baletite

kemur í staðinn fyrir rúllunet

Baletite er nýstárleg, 5 laga forstrekkt filma sem kemur í staðinn fyrir hefðbundið rúllunet í kringlóttum súrheysrúllum. Baletite er sérstaklega hugsað fyrir næstu kynslóð rúllubaggavéla sem geta notað filmu í stað nets, eins og McHale Fusion 3 Plus, Krone Comprima and Orkel hiQ, og er hannað til að styrkja votheysverkunarferlið og verja innihald rúllanna.

Þar sem Baletite er filma er loftþéttingin meiri og lögunin á rúllunum helstu betur þar sem takið utan um rúlluna er þéttara. Auk þess er dregið úr sóun á verðmætri súrheysfilmu þar sem ekkert fóður getur flækst í henni, ólíkt rúlluneti.

Þar sem framleiðsla er úr sama grunnefni og rúlluplast þurfa notendur ekki að aðskilja Baletite frá rúlluplastinu eftir notkun. Þess í stað er hægt að endurvinna bæði Baletite og meðfylgjandi rúlluplast saman og spara þannig verðmætan tíma og launakostnað.

Aukin súrefnishindrun

Betra votheysverkunarferli gerir það að verkum að rúllur með Baletite varðveita uppskeru betur, þökk sé þeirri auknu súrefnishindrun sem aukaleg filmulög utan um rúlluna gefa.

Framúrskarandi stunguþol

Þar sem Baletite er forstrekkt filma sem framleidd er með nútímalegri 5 laga filmuútpressun er hún afar stunguþolin, jafnvel þegar fóðuruppskera er gróf og stilkmikil.

Betri vörn fyrir brúnir á rúllum

Þar sem Baletite hylur rúlluna brúnanna á milli eru brúnir rúllunnar betur varðar, sem er sérstaklega gagnlegt þegar verið er að vefja stilkmikla uppskeru.

Hámarks viðloðun

Baletite vefst þétt utan um rúlluna þannig að innihaldið pressast saman og súrefni kreistist hraðar út.

Fyrirferðarminni og þéttari rúllur

Þar sem herslukraftur Baletite er mikill gefur það þéttari og fyrirferðarminni rúllur og hentugri, kringlóttari lögun.

Slétt yfirborð filmu

Það er auðveldara að fjarlægja Baletite þar sem ekkert fóður getur flækst í því eins og þegar um rúllunet er að ræða. Hægt er að taka utan af rúllum fljótlega og auðveldlega.

Einstök pakkning

Auk þess að vera 100% endurvinnanlegar verja umbúðirnar utan um Baletite keflið betur við flutning og hleðslu, auk þess sem á þeim er að finna vöruupplýsingar og notkunarleiðbeiningar.

Auðveldara að endurvinna

Baletite er að fullu endurvinnanlegt og þar sem það er framleitt úr sama grunnefni og rúlluplast þarf ekki að aðskilja og flokka þessur filmur fyrir endurvinnslu þar sem hægt er að endurvinna þær saman.

Tæknilýsing

Notkun Breidd (mm) Lengd (m) Þykkt (µm) Kefli á bretti (stk) UV stöðugt
Maís/sykur Rófur/TMR 950 2400 13 20 Nei
Maís/sykur Rófur/TMR 1280 2400 13 20 Nei
Gras 1280 2000 16 20 Nei
Gras 1380 2000 16 20 Nei
BaletiteGO
Gras 1280 1650 20 20
Gras 1380 1650 20 20 Nei

Baletite er framleitt á framleiðslustöðvum sem eru vottaðar samkvæmt ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.

Hvert kefli er sérstaklega merkt svo að 100% reikjanleiki sé tryggður ef svo ólíklega vill til að upp komi vandamál.

Mælt er með Baletite fyrir notkun með súrheyi, maís og sykurrófum. Ekkert er mælt með því fyrir strá eða hey, þar sem stöðugleiki gagnvart útfjólubláu ljósi er takmarkaður.