F&F

Einföld samsetning, tvöföld gæði

Þar sem nýlega hafa verið settar á markað rúllubindivélar sem geta notað filmu í staðinn fyrir netrúllur, eins og McHale Fusion 3 Plus, Krone Comprima og Orkel hiQ hafa þær greitt götuna fyrir notkun Film&Film (F&F) fyrir heyrúllur. F&F kerfið er nýstárleg tveggja filmu aðferð við rúllubindingu sem felst í að nota nýjustu kynslóð af SilotitePro rúlluplasti samhliða Baletite, filmu sem kemur í stað rúllunets.

Auk þess sem rúllurnur verða fyrirferðarminni og þola betur meðhöndlun hjálpar F&F kerfið við að draga úr súrheystapi með því að hindra að súrefni komist í rúllurnar og draga þannig úr myglumyndun.

Á meðan rúllunet gerir rúllur ílangari viðheldur Baletite þrýstingnum í baggahólfinu og þessi aukna samþjöppun gerir það að verkum að uppskeran geymist betur. Í rannsóknum sem ILVO (Instituut voor Landbouw – en Visserjonderzoek / Rannsóknarstofnun landbúnaðar og fiskveiða) í Belgíu gerði kom í ljós að F&F rúllur væru að meðaltali 2 sm minni að ummáli en hefðbundnar netrúllur, ásamt því að vera 10% þéttari.

F&F kerfið getur einnig auðveldar fóðrunarferlið. Með því að nota rúllulyftara og blöndunarvagn er hægt að gefa úr F&F rúllum án þess að mannshöndin komi þar nærri svo nokkru nemi. Það er einnig fljótrlegra að gefa vegna þess hve auðvelt er að fjarlægja Baletite af rúllunni. Eftir að það hefur verið opnað, hvort sem er handvirkt eða með rúllulyftara, er auðvelt að taka Baletite utan af rúllunni þar sem ekkert fóður flækist í því eins og þegar notað er rúllunet.

Þar sem bæði Baletite og SilotitePro eru framleidd úr sama grunnefninu er engin þörf á að aðgreina þau fyrir endurvinnslu eftir notkun. Eftir að filmurnar hafa verið fjarlægðar af rúllunni má brjóta þær saman og setja þær í sömu endurvinnslutunnuna.

Tæknilýsingar - SilotitePro

Breidd (mm) Þykkt (µm) Lengd (m) Kefli á bretti (stk) kassi / ermi
750 20 2000 40 ermi

Tæknilýsingar - Baletite

Notkun Breidd (mm) Lengd (m) Þykkt (µm) Kefli á bretti (stk) UV stöðugt
Maís/sykur Rófur/TMR 950 2400 13 20 Nei
Maís/sykur Rófur/TMR 1280 2400 13 20 Nei
Gras 1280 2000 16 20 Nei
Gras 1380 2000 16 20 Nei
BaletiteGO
Gras 1280 1650 20 20
Gras 1380 1650 20 20 Nei

SilotitePro og Baletite eru framleidd á framleiðslustöðvum sem eru vottaðar samkvæmt ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.

Hvert kefli er sérstaklega merkt svo að 100% reikjanleiki sé tryggður ef svo ólíklega vill til að upp komi vandamál.