Besti kosturinn fyrir snurðulausan rúlluvafning

Silotite teygjufilma fyrir súrhey hefur verið markaðsleiðandi í heiminum í næstum þrjá áratugi. Á hverju ári veitir Silotite margs konar fóðuruppskeru vörn í milljónum bagga, bæði kringlóttum og ferköntuðum, um allan heim. Hönnunin á Silotite miðar að snurðulausri notkun í öllum rúlluvafningsvélum og er besti kosturinn fyrir verktaka og bændur sem vilja rúllur með mikinn styrk, áreiðanleika og endingu.

Hæfir öllum rúllubindivélum

Silotite hæfir öllum gerðum rúllubindivéla, einnig nýjum og flóknum vélum. Varan er ávallt áreiðanleg og vandkvæðalaus og eykur skilvirkni og afköst.

Mikið stungu- og slitþol

Hið mikla stungu- og slitþol Silotite gerir það að verkum að filman þolir álagið sem fylgir stilkmikilli uppskeru.

Meira viðnám gegn innstreymi súrefnis

Það er mikilvægt að filma hindri að súrefni komist inn svo uppskeran nái að gerjast. Silotite hindrar á árangursríkan hátt að súrefni komist að uppskerunni.

Ávallt góður teygjanleiki

Silotite hefur þann styrk og sveigjanleika sem þarf svo rúllan haldi góðri lögun þegar hún hefur verið vafin, auk þess sem rúllunum er þjappað saman í baggahólfinu.

Frábær viðloðun

Öflugt límefni lokar rúllunni vel þannig að sem bestar loftfirrtar aðstæður skapast. Þetta gerir það að verkum að hægt er að vinna að nóttu sem degi og án þess að leifar af límefninu verði eftir á völsunum.

Vörn gegn útfjólubláum geislum við öll loftslagsskilyrði

Silotite er framleitt þannig að það hæfi margvíslegum loftslagsskilyrðum í heiminum. Það tryggir að Silotite þolir mikinn hita þannig að rúllur séu öruggar og tryggar við geymslu.

Vottað samkvæmt SP-staðli

Silotite hefur verið metið og vottað af SP, tæknirannsóknastofnun Svíþjóðar (SP Technical Institute of Sweden), sem er leiðandi alþjóðleg rannsóknarstofnun. Vottun felur í sér ítarlega skoðun á bæði framleiðsluaðferðum og lokaafurð til að tryggja að ströngum framleiðslustöðlum sé framfylgt.

Umhverfisvænni

Silotite er að fullu endurvinnanlegt. Það má endurvinna fyrir notkun í alls kyns vörum, allt frá ruslapokum til útihúsgagna. Enn fremur má endurvinna orku úr því þar sem brennslustöðvar eru fyrir hendi.

Tæknilýsingar

Breidd (mm) Þykkt (µm) Lengd (m) Kefli/bretti (stk) kassi/ermi
250* 25 1800 64 kassi
360* 25 1500 80 kassi
500 25 1800 48 kassi
750 25 1500 40 kassi
750 25 1650 40 ermi

*aðeins fáanlegt í grænu

Silotite er framleitt á framleiðslustöðvum sem eru vottaðar samkvæmt ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.

Silotite fæst í:

Hvítu Svörtu Grænu Ólífugrænu

Hvert kefli af Silotite er sérstaklega merkt svo að 100% reikjanleiki sé tryggður ef svo ólíklega vill til að upp komi vandamál.

{setvar:youtube_name[4 Handling, Stacking & Storage]}