SilotitePro

Framúrskarandi þétting

SilotitePro, tækniþróuð teygjufilma fyrir súrhey, býður bændum og verktökum upp á þrefaldan ávinning: betri rúlluvafning, verulega kostnaðarlækkun og aukin uppskerugæði. Auk þess hefur þessi næsta kynslóð rúlluplasts, sem þróuð er til notkunar með rúllubaggavélum fyrir kringlótta og ferkantaða bagga, þann kost að endurvinnsla er auðveldari, þar sem filman er þynnri en þó sterkari.

Pro Technology

SilotitePro er framleitt með nýjustu hráefnunum og háþróuðum framleiðsluaðferðum sem styrkja mikilvæga eiginleika teygjufilmu fyrir súrhey. Þetta einstaka kerfi látlausra mælinga og stillinga sem notað er við framleiðslu á SilotitePro tryggir hámörkun á skilvirkni filmunnar.

Tækniþróu teygjufilma

Mjög öflug, forstrekkt filma – nógu sterk til að þola álag nútímalegs og flókins pökkunarbúnaðar.

Meiri keflislengd

Einn af kostum SilotitePro er að keflislengdin er meiri en á hefðbundnum teygjufilmum. Þessi aukna lengd gerir notendum kleift að vefja fleiri rúllur á hvert kefli og ekki er nauðsynlegt að skipta eins oft um kefli.

Hámarksafköst

Þar sem filman er forstrekkt þolir SilotitePro betur grófa og stilkmikla fóðuruppskeru.

Aukin súrefnishindrun

SilotitePro filman er forstrekkt og hindrar því að súrefni komist að uppskerunni, sem er nauðsynlegt til að varðveita hana sem best.

Hæfir öllum rúllubindivélum

Þótt SilotitePro hæfi öllum rúllubindivélum er það sérstaklega hannað fyrir nýjar, flóknar rúllubaggavélar með mikil afköst.

Vörn gegn útfjólubláum geislum um allan heim

SilotitePro er notað um allan heim, allt frá Skandinavíu til mið-Ástralíu, því er það framleitt með margvíslegu útfjólubláu sniði til að verja rúllurnar hvernig sem veðrið er.

Vottað samkvæmt SP-staðli

SilotitePro er vottað samkvæmt nákvæmum framleiðslustöðlum, til að mynda af SP, tæknirannsóknastofnun Svíþjóðar, sem er leiðandi alþjóðleg rannsóknarstofnun.

Betra fyrir umhverfið

Þar sem SilotitePro filman er þynnri en gengur og gerist er filman á hverri rúllu léttari og fyrir vikið þarf að endurvinna minna eftir notkun. Auk þess er Silotite að fullu endurvinnanlegt.

Tæknilýsingar

Breidd (mm) Þykkt (µm) Lengd (m) Kefli á bretti (stk) kassi / ermi
750 20 2000 40 ermi

SilotitePro er framleitt á framleiðslustöðvum sem eru vottaðar samkvæmt ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.

Silotite fæst í:

Hvítur Grænt

Hvert kefli af Silotite er sérstaklega merkt svo að 100% reikjanleiki sé tryggður ef svo ólíklega vill til að upp komi vandamál.