Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins

Við erum stöðugt að þróa verklag okkar með tilliti til umhverfissjónarmiða með því að setja okkur markmið og vinna samkvæmt skýrum stjórnunaráætlunum til þess að lágmarka áhrif okkar á náttúruna og nærumhverfið. Við leggjum okkur fram við að vera ábyrgur framleiðandi og góður nágranni með því að:

  • lágmarka notkun á hráefnum og öðrum aðföngum og nota aðeins lífrænar framleiðslulotur og litarefni sem eru algjörlega laus við þungmálma (verklag sem við höfum notað síðan 1988).
  • nota lokað lykkjukerfi sem tryggir endurvinnslu á framleiðsluúrgangi okkar innanhúss.
  • vinna með viðskiptavinum til að tryggja lágmörkun á aðfanganotkun þeirra með pökkunarkerfum sem eru umhverfislega ábyrg.
  • stuðla að endurnotkun, endurvinnslu og endurheimt á súrheysfilmum okkar.
  • gera framleiðsluaðferðir okkar umhverfisvænni með því að draga úr útblæstri og orkunotkun, lágmarka úrgang og takmarka hávaða.
  • starfa samkvæmt OHSAS 18001 vinnueftirlitsstaðlinum.
  • safna regnvatni til að nota við kælingu svo hægt sé að lágmarka notkun á kranavatni. Ennfremur losar framleiðsla okkar ekki neitt mengað vatn út í umhverfið.
  • lágmarka raforkunotkun. Allur framleiðslubúnaður er knúinn sparneytnum riðstraumsmótorum sem nota minna rafmagn en hefðbundnar gerðir. Enn fremur notumst við eingöngu við vistvæna, græna orku.